Sæl verið þið.
Ég er Hulda og hef starfað á sviði menntunar, útivistar og íþrótta í mörg ár. Ég er líka menntaður leiðsögumaður, jóga- og núvitundarkennari.
Ég býð ykkur velkomin til Hafnar og til þátttöku í yndisævintýraferðunum sem Höfn Staðarleiðsögn býður upp á.
Ást og friður.

Markmiðið hjá Höfn Staðarleiðsögn er að bjóða upp á fræðandi, heilsueflandi og persónulegar
yndisævintýraferðir á Höfn og í stórkostlegu nágrenni þessa fallega fiskibæjar.
Höfn Staðarleiðsögn er fjölskyldufyrirtæki sem starfar í anda Yndisævintýraferða og Heilsueflandi ferðamennsku. Áherslan í ferðunum er á nærandi upplifun, létta hreyfingu í fallegri náttúru og friðsælu umhverfi og persónuleg samskipti við heimamenn. Höfn Staðarleiðsögn fylgir umhverfisstefnunni Án ummerkja sem hluta af sjálfbærri ferðaþjónustu.
Ef þú hefur áhuga á innihaldsríkri göngu með slökkt á símanum þínum, með athyglina á þér, náttúrunni og fólkinu í kringum þig, er ferð með Höfn Staðarleiðsögn tilvalin fyrir þig.
Velkomin/nn.